Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Tufa: Þurfti ekkert að gíra menn upp
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   þri 02. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef það verður gott sumar hjá Stjörnunni getur verið erfitt að fara aftur til baka"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Baldvin Nökkvason gekk til liðs við Stjörnuna á láni frá sænska liðinu Mjallby í síðasta mánuði. Fótbolti.net spjallaði við hann um félagaskiptin.


„Ég byrja í janúar með Mjallby og spila einhverja leiki. Svo vilja þeir senda mig á lán. Ég var heppinn að Stjarnan vildi fá mig, þegar Stjarnan heyrði í mér þá var það alltaf spennandi. Taka þátt í verkefninu þeirra, það er spennandi sumar framundan, þeir líta vel út og Evrópukeppni líka, allt hjá Stjörnunni er mjög spennandi," sagði Guðmundur Baldvin.

Hann sá fram á að falla niður goggunarröðina hjá Mjallby en stefnir á að sanna sig hjá Stjörnunni og komast aftur út.

„Það er markmiðið en ef það verður gott sumar þá getur verið erfitt að fara aftur til baka en að sjálfsögðu er það markmiðið að komast aftur út og spila aftur þar en fyrst að standa mig með Stjörnunni," sagði Guðmundur Baldvin.

Hann er spenntur fyrir því að berjast um stöðu við Jóhann Árna Gunnarsson á miðjunni í liði Stjörnunnar í sumar.

„Hann er búinn að vera góður á undirbúningstímabilinu þannig þetta verður góð samkeppni, það er heilbrigt að hafa góða samkeppni þannig mér líst vel á það," sagði Guðmundur Baldvin.

Guðmundur er uppalinn Stjörnumaður og gekk til liðs við Mjallby frá Garðabæjarfélaginu síðasta sumar. Það var erfitt að kveðja Garðabæinn.

„Sérstaklega eftir að þeir fóru á helvítis skrið eftir að ég fór. Ég sé ekkert eftir því en það var geggjað að horfa á þá brillera undir lokin," sagði Guðmundur Baldvin.


Athugasemdir
banner
banner