Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   þri 02. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef það verður gott sumar hjá Stjörnunni getur verið erfitt að fara aftur til baka"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Baldvin Nökkvason gekk til liðs við Stjörnuna á láni frá sænska liðinu Mjallby í síðasta mánuði. Fótbolti.net spjallaði við hann um félagaskiptin.


„Ég byrja í janúar með Mjallby og spila einhverja leiki. Svo vilja þeir senda mig á lán. Ég var heppinn að Stjarnan vildi fá mig, þegar Stjarnan heyrði í mér þá var það alltaf spennandi. Taka þátt í verkefninu þeirra, það er spennandi sumar framundan, þeir líta vel út og Evrópukeppni líka, allt hjá Stjörnunni er mjög spennandi," sagði Guðmundur Baldvin.

Hann sá fram á að falla niður goggunarröðina hjá Mjallby en stefnir á að sanna sig hjá Stjörnunni og komast aftur út.

„Það er markmiðið en ef það verður gott sumar þá getur verið erfitt að fara aftur til baka en að sjálfsögðu er það markmiðið að komast aftur út og spila aftur þar en fyrst að standa mig með Stjörnunni," sagði Guðmundur Baldvin.

Hann er spenntur fyrir því að berjast um stöðu við Jóhann Árna Gunnarsson á miðjunni í liði Stjörnunnar í sumar.

„Hann er búinn að vera góður á undirbúningstímabilinu þannig þetta verður góð samkeppni, það er heilbrigt að hafa góða samkeppni þannig mér líst vel á það," sagði Guðmundur Baldvin.

Guðmundur er uppalinn Stjörnumaður og gekk til liðs við Mjallby frá Garðabæjarfélaginu síðasta sumar. Það var erfitt að kveðja Garðabæinn.

„Sérstaklega eftir að þeir fóru á helvítis skrið eftir að ég fór. Ég sé ekkert eftir því en það var geggjað að horfa á þá brillera undir lokin," sagði Guðmundur Baldvin.


Athugasemdir
banner
banner
banner