Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 02. maí 2021 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Al Arabi tapaði í undanúrslitum - Voru yfir í hálfleik
Aron spilaði allan leikinn fyrir Al Arabi.
Aron spilaði allan leikinn fyrir Al Arabi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilaði inn á miðjunni hjá Al Arabi þegar liðið tapaði fyrir Al Sailiya í bikarkeppni í Katar í dag.

Al Arabi tók forystuna í leiknum eftir stundarfjórðung og leiddi 1-0 í hálfleik. Það gekk ekki eins vel hjá Íslendingaliðinu í seinni hálfleiknum, langt því frá.

Al Sailiya jafnaði snemma í seinni hálfleiknum og bætti svo við tveimur mörkum til viðbótar á síðustu tíu mínútum leiksins.

Þessi leikur var í undanúrslitum QFA bikarsins og mun Al Arabi því ekki fara í úrslit. Eftir viku mun Al Arabi spila í undanúrslitum Emír-bikarsins gegn lærisveinum Xavi í Al Sadd.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi og í þjálfarateyminu eru tveir Íslendingar; Bjarki Már Ólafsson og Freyr Alexandersson. Heimir hefur stýrt liðinu frá 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner