
„Við getum tekið margt gott úr þessum leik. Við áttum nokkra mjög góða kafla en það er ekki gott að gefa þeim þessi tvö mörk í lokin," sagði hárprúði miðjumaðurinn, Birkir Bjarnason eftir 3-2 tap gegn Noregi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 3 Noregur
Birkir segir að menn þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur þrátt fyrir tapið í kvöld.
„Við töpuðum fyrir þeim í aðdraganda EM í Frakklandi. Hvernig þessi leikur fór skiptir nú ekki öllu máli en við verðum að sjá hvað við gerðum á vellinum. Við verðum að taka það góða úr þessum leik og læra af mistökunum."
Það vakti athygli að þegar Birkir Bjarnason fór af velli fyrir Albert Guðmundsson að hann fór útaf töluvert langt frá miðlínunni. Birkir segir að enginn pirringur hafi verið í gangi.
„Ég var kominn með krampa og það var svolítið langt síðan, svo neinei, enginn pirringur."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir