Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 13:05
Elvar Geir Magnússon
Alex Þór: Ekki aðalatriðið hver er með band á hendinni
Alex Þór Hauksson í leik gegn Víkingi í gær.
Alex Þór Hauksson í leik gegn Víkingi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson, miðjumaður Stjörnunnar, er tekinn við fyrirliðahlutverkinu í Garðabænum eftir að Baldur Sigurðsson yfirgaf félagið og gekk í raðir FH.

Alex er tvítugur og er yngsti fyrirliði Pepsi Max-deildarinnar. Hann er stoltur af því að fá þetta hlutverk.

„Það er mikill heiður og ég er mjög stoltur af því. En það er fullt af leiðtogum í þessu liði og ekkert aðalatriðið hver er með band á hendinni. Við verðum allir að sinna okkar hlutverki 100% ef við viljum komast þangað sem við ætlum okkur," segir Alex.

Stjörnunni er spáð 6. sæti af Fótbolta.net en kynning á liðinu verður birt seinna í dag.

„Okkur er oft spáð í kringum þetta sæti og þessi spá kemur ekkert á óvart en ég get alveg sagt þér það að við erum ekki að stefna á sjötta sætið. Deildin mun ekki spilast eftir spánni heldur því sem gerist inni á vellinum og við ætlum að gera mun betur en þetta."

Stjarnan hefur tekið tvo æfingaleiki að undanförnu, vann 3-0 gegn KR og tapaði 4-3 fyrir Víking í gær.

„Við höfum getað tekið fullt af jákvæðum hlutum úr þessum æfingaleikjum sem við höfum verið að taka. Þetta snýst allt um að vera klárir í fyrsta leik og það hefur verið gott að mæta tveimur hörkuliðum. Það er mikill spenningur og verður gaman þegar þetta fer loksins af stað," segir Alex Þór Hauksson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner