Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 16:13
Elvar Geir Magnússon
Spænskur framherji í Þrótt (Staðfest)
Þróttur hefur fengið spænskan framherja.
Þróttur hefur fengið spænskan framherja.
Mynd: Þróttur
Lengjudeildarlið Þróttar hefur bætt við sig spænskum framherja, Esaú Rojo. Hann lék síðast með AD Torrejón CF í spænsku 3. deildinni.

Hann er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir Þróttar á tveimur dögum en í gær fékk liðið til sín Dion Acoff.

Þróttur hafnaði í 10. sæti 1. deildarinnar í fyrra.

Af heimasíðu Þróttar:
Spænski framherjinn Esaú Martines Rojo hefur gert samning við knattspyrnudeild Þróttar og mun hann leika með liðinu í sumar í Lengjudeildinni. Esau er 31 árs gamall hávaxinn og öflugur framherji sem lék síðast með AD Torrejón CF í spænsku 3.deildinni en von er á honum til landsins á næstu dögum og þar með gert ráð fyrir því að hann verði tilbúinn í fyrsta leik í deildinni þann 19. júní n.k. Við bjóðum Esau velkominn í Dalinn og hlökkum til komandi baráttu í Lengjudeildinni. Lifi……!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner