Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. júní 2020 09:58
Elvar Geir Magnússon
Tíu tekjuhæstu fótboltamenn heims - Salah fjórði
Cristiano Ronaldo trónir á toppi listans.
Cristiano Ronaldo trónir á toppi listans.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skákar Lionel Messi á listanum yfir tekjuhæstu leikmenn heimsfótboltans. Forbes gefur út listann en þar er horft á tekjur fyrir störf innan sem utan vallar auk verðlaunafés.

Ronaldo er í öðru sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn plánetunnar en aðeins tenniskappinn Roger Federer er fyrir ofan hann.

Lionel Messi var tekjuhæsti fótboltamaður heims á lista Forbes í fyrra en er núna númer tvö. Neymar er i þriðja sæti en í fjórða er Mohamed Salah sem er tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Tíu tekjuhæstu fótboltamenn heims 2020:
1. Cristiano Ronaldo (Juventus) - £85.8m
2. Lionel Messi (Barcelona) - £83.4m
3. Neymar (Paris Saint-Germain) - £76.6m
4. Mohamed Salah (Liverpool) - £28.2m
5. Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain) - £27.1m
6. Andres Iniesta (Vissel Kobe) - £23.7m
7. Mesut Özil (Arsenal) - £23m
8. Paul Pogba (Manchester United) - £22.8m
9. Oscar (Shanghai SIPG) - £22m
10. Antoine Griezmann (Barcelona) - £21.4m
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner