Arsenal hefur fundað með Watkins - Cucurella vill fara frá Chelsea - Ratcliffe heldur áfram að reyna að kaupa Man Utd
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mikil spenna í Garðinum - „Góð sýning fyrir okkar litla bæjarfélag“
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
   fös 02. júní 2023 22:05
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Við erum svekktir og fyrir okkur eru þetta tvö töpuð stig
watermark Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður svona heilt yfir með frammistöðuna. Mér fannst við vera miklu sterkari en þeir alveg frá upphafi, komumst yfir og fengum nokkra góða sénsa í fyrri hálfleik til að koma okkur í enn betri stöðu en svo skora þeir upp úr förstu leikatriði og það er blóðugt og svo vorum við bara að elta þetta allan tíman og inn vildi boltinn ekki." sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 1-1 jafnteflið við FH á Origo vellinum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 FH

„Við erum svekktir og fyrir okkur eru þetta tvö töpuð stig miða við hvernig frammistaðan var þá finnst mér við hafa átt að fá meira skilið út úr þessum leik."

Aron Jóhannsson fór útaf snemma leiks og Orri Hrafn Kjartansson kom inn á fyrir hann og þurfti síðan að fara útaf í hálfleik. Hver er staðan á þeim? 

„Ég bara veit það ekki. Hann fékk eitthvað tak aftan í. Það er búið að vera mikið álag og eins og réttilega hefur verið talað um, margir að meiðast og annað. Það er töluvert álag núna á liðunum og það er spilað mikið af leikjum."

„Orri Hrafn fær hné í læri frá einum leikmanni FH þegar boltinn var ekki nálægt sem var svolítið brutal þannig við þurftum að taka hann útaf."

Það hefur verið mikið leikjaálag á liðunum í deildinni síðustu daga og fá Valsmenn góða 9 daga pásu. Hvernig ætlar Arnar að nýta þessa pásu?

„Strákarnir fá kærkomið tveggja daga frí núna og svo er bara ný vika. Hefði verið skemmtilegra að fara inn í þessa tveggja daga með tvö fleiri stig en þetta er bara niðurstaðan og við verðum að sætta okkar við það."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner