Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 02. júní 2023 22:05
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Við erum svekktir og fyrir okkur eru þetta tvö töpuð stig
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður svona heilt yfir með frammistöðuna. Mér fannst við vera miklu sterkari en þeir alveg frá upphafi, komumst yfir og fengum nokkra góða sénsa í fyrri hálfleik til að koma okkur í enn betri stöðu en svo skora þeir upp úr förstu leikatriði og það er blóðugt og svo vorum við bara að elta þetta allan tíman og inn vildi boltinn ekki." sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 1-1 jafnteflið við FH á Origo vellinum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 FH

„Við erum svekktir og fyrir okkur eru þetta tvö töpuð stig miða við hvernig frammistaðan var þá finnst mér við hafa átt að fá meira skilið út úr þessum leik."

Aron Jóhannsson fór útaf snemma leiks og Orri Hrafn Kjartansson kom inn á fyrir hann og þurfti síðan að fara útaf í hálfleik. Hver er staðan á þeim? 

„Ég bara veit það ekki. Hann fékk eitthvað tak aftan í. Það er búið að vera mikið álag og eins og réttilega hefur verið talað um, margir að meiðast og annað. Það er töluvert álag núna á liðunum og það er spilað mikið af leikjum."

„Orri Hrafn fær hné í læri frá einum leikmanni FH þegar boltinn var ekki nálægt sem var svolítið brutal þannig við þurftum að taka hann útaf."

Það hefur verið mikið leikjaálag á liðunum í deildinni síðustu daga og fá Valsmenn góða 9 daga pásu. Hvernig ætlar Arnar að nýta þessa pásu?

„Strákarnir fá kærkomið tveggja daga frí núna og svo er bara ný vika. Hefði verið skemmtilegra að fara inn í þessa tveggja daga með tvö fleiri stig en þetta er bara niðurstaðan og við verðum að sætta okkar við það."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir