Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 02. júní 2023 22:05
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Við erum svekktir og fyrir okkur eru þetta tvö töpuð stig
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður svona heilt yfir með frammistöðuna. Mér fannst við vera miklu sterkari en þeir alveg frá upphafi, komumst yfir og fengum nokkra góða sénsa í fyrri hálfleik til að koma okkur í enn betri stöðu en svo skora þeir upp úr förstu leikatriði og það er blóðugt og svo vorum við bara að elta þetta allan tíman og inn vildi boltinn ekki." sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 1-1 jafnteflið við FH á Origo vellinum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 FH

„Við erum svekktir og fyrir okkur eru þetta tvö töpuð stig miða við hvernig frammistaðan var þá finnst mér við hafa átt að fá meira skilið út úr þessum leik."

Aron Jóhannsson fór útaf snemma leiks og Orri Hrafn Kjartansson kom inn á fyrir hann og þurfti síðan að fara útaf í hálfleik. Hver er staðan á þeim? 

„Ég bara veit það ekki. Hann fékk eitthvað tak aftan í. Það er búið að vera mikið álag og eins og réttilega hefur verið talað um, margir að meiðast og annað. Það er töluvert álag núna á liðunum og það er spilað mikið af leikjum."

„Orri Hrafn fær hné í læri frá einum leikmanni FH þegar boltinn var ekki nálægt sem var svolítið brutal þannig við þurftum að taka hann útaf."

Það hefur verið mikið leikjaálag á liðunum í deildinni síðustu daga og fá Valsmenn góða 9 daga pásu. Hvernig ætlar Arnar að nýta þessa pásu?

„Strákarnir fá kærkomið tveggja daga frí núna og svo er bara ný vika. Hefði verið skemmtilegra að fara inn í þessa tveggja daga með tvö fleiri stig en þetta er bara niðurstaðan og við verðum að sætta okkar við það."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner