Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
   lau 02. júlí 2016 11:30
Magnús Már Einarsson
Ágúst Hlyns fjórði yngsti leikmaðurinn í Evrópudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ágúst Eðvald Hlynsson varð í vikunni fjórði yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila í Evrópudeildinni.

Ágúst kom inn á sem varamaður þegar Breiðablik tapaði 3-2 gegn Jelgava frá Lettlandi.

Leikurinn fór fram á fimmtudag en þá var Ágúst 16 ára, þriggja mánaða og tveggja daga gamall.

Yngsti leikmaðurinn í sögu Evrópudeildarinnar er tyrkneski miðjumaðurinn Endogan Adili en hann var 16 ára og 16 daga þegar hann spilaði með Grasshoppers árið 2010.

Ágúst Eðvald er búinn að skora tvö mörk í Borgunarbikarnum með Blikum í sumar en hann skráði sig í sögubækurnar sem yngsti markaskorari félagsins á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner