Brynjólfur Andersen Willumsson leikmaður Breiðabliks, sem hefur verið þekktur fyrir skemmtilegar og litríkar hárgreiðslur, hefur nú tekið við treyju Guðjóns Péturs Lýðssonar hjá Blikum. Guðjón var númer 10 en hann er nú farinn til Stjörnunar í Garðabæ og mun því Brynjólfur taka við treyju númer 10 eftir að hafa byrjað tímabilið í treyju númer 45.
Hver voru þín fyrstu viðbrögð þegar þér bauðst að taka við treyju númer 10?
„Fyrstu viðbrögð voru bara "æ veit ekki" ég er bara 45 og ég elska þá tölu og er það uppáhalds talan mín ennþá. Ég hugsaði þetta aðeins og eftir smá tíma var bara ekki hægt að sleppa því að taka tíuna sem er mikill heiður að fá taka við af GPL my PandaBrother sem er með bestu leikmönnum deildarinnar og búinn að vera það lengi."
Brynjólfur hefur nú skartað þrem mismunandi hárgreiðslum í fyrstu þremur umferðum Pepsi-Max deildarinnar. Hvaðan kemur þetta og verða þetta 22 greiðslur í sumar?
„Big S/O á geitina Benna Októ sem klippir mig og klippir nánast alla í deildinni, en okkur langaði bara gera eitthvað nett og skemmtilegt. Eins og er þá verður verður ný klipping fyrir hvern leik."
Hver voru þín fyrstu viðbrögð þegar þér bauðst að taka við treyju númer 10?
„Fyrstu viðbrögð voru bara "æ veit ekki" ég er bara 45 og ég elska þá tölu og er það uppáhalds talan mín ennþá. Ég hugsaði þetta aðeins og eftir smá tíma var bara ekki hægt að sleppa því að taka tíuna sem er mikill heiður að fá taka við af GPL my PandaBrother sem er með bestu leikmönnum deildarinnar og búinn að vera það lengi."
Brynjólfur hefur nú skartað þrem mismunandi hárgreiðslum í fyrstu þremur umferðum Pepsi-Max deildarinnar. Hvaðan kemur þetta og verða þetta 22 greiðslur í sumar?
„Big S/O á geitina Benna Októ sem klippir mig og klippir nánast alla í deildinni, en okkur langaði bara gera eitthvað nett og skemmtilegt. Eins og er þá verður verður ný klipping fyrir hvern leik."
Hvernig finnst þér tímabilið hafa byrjað? Bjóstu við þessu?
„Mér finnst tímabilið hafa byrjað mjög vel enda komnir með þrjá sigra í þremur leikjum. Ég er ánægður með hvernig ég hef farið sjálfur af stað. Já ég bjóst alveg við þessu enda erum við með mjög sterkan hóp en þetta er bara rétt að byrja og erum við að fara í mjög erfiðan leik gegn KA á útivelli næst sem er hörkuverkefni."
Hvernig finnst þér að vera kominn inn í nýja hugmyndafræði Óskars?
"Mér líður vel með hana og hefur hún hentað mér og liðinu mjög vel."
Athugasemdir