Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. júlí 2021 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í 8. umferð: Sófasérfræðingar geta haft sína skoðun
Elín Metta Jensen (Valur)
Elín Metta
Elín Metta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen skoraði þrennu þegar Valur vann 4-0 sigur gegn Keflavík á þriðjudagskvöld.

Hún var valin besti leikmaður vallarins og í kjölfarið besti leikmaður 8. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna.

„Elín Metta skoraði þrennu í kvöld og er fyrst til að ná því afreki í Pepsi Max deildinni í sumar. Er þar með komin með 7 deildarmörk og er markahæst í deildinni ásamt DB Pridham," skrifaði Mist Rúnarsdóttir um Elínu í skýrsluna eftir leik.

Fyrsta markið skoraði hún á 20. mínútu, annað markið á 34. mínútu og þriðja á 56. mínútu.

Eins og Mist kemur inn á þá er hún fyrst til þess að skora þrennu í sumar og er alls komin með sjö mörk í sumar. Elín hefur skorað 121 mark í 156 leikjum í efstu deild.

Viðtal við Elínu eftir leikinn á þriðjudag má sjá hér neðst í fréttinni. Elín Metta skoraði ekkert í fyrstu fjórum leikjum deildarinnar og gerði þá eitt mark gegn Blikum í fimmtu umferð en er nú farin að raða inn mörkum. Hún segir að umræðan hafi ekki haft áhrif á hana.

„Það er alltaf gaman fyrir senter að skora. Nei, ekki nein (áhrif). Það er eitthvað fólk út í bæ sem getur setið í sófanum og sagt eitthvað en ég hugsa bara um fótboltann og hjálpa liðinu. Það skiptir ekkert öllu máli hver skorar, það er aukaatriði. Að við vinnum leiki og séum á toppnum í deildinni skiptir meira máli," sagði Elín Metta.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna fær verðlaun frá Domino's í sumar.

Bestar í sumar:
1. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
2. umferð - DB Pridham
3. umferð - Murielle Tiernan
4. umferð - Brenna Lovera
5. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
6. umferð - Aerial Chavarin
7. umferð - Arna Sif Ásgrímsdóttir
Elín Metta: Fólk út í bæ sem getur setið í sófanum og sagt eitthvað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner