Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. ágúst 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arthur kom ekki heim úr fríinu - Bartomeu brjálaður
Mynd: Getty Images
Quique Setien, Josep Maria Bartomeu, Eric Abidal.
Quique Setien, Josep Maria Bartomeu, Eric Abidal.
Mynd: Getty Images
Barcelona seldi brasilíska miðjumanninn Arthur til Juventus í lok júní. Ítölsku meistararnir borguðu 72 milljónir evra fyrir hann, með því skilyrði að Barca myndi greiða 60 milljónir fyrir Miralem Pjanic.

Miðjumennirnir klára þó tímabilið með sínum félögum og flytja svo í nýja borg fyrir næstu leiktíð.

Arthur virðist ekki sáttur með þetta fyrirkomulag því hann hefur ákveðið að spila ekki aftur fyrir Barcelona, sem á leik gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar næstu helgi.

„Arthur sýnir algjört virðingarleysi gagnvart liðsfélögunum með þessari hegðun því þeir vilja vinna Meistaradeildina. Þessi ákvörðun er fáránleg, óréttlætanleg og algjörlega óskiljanleg," hafði Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, að segja um málið.

„Við komumst að samkomulagi um að leikmaðurinn myndi spila fyrir Barca út tímabilið. Þetta er mikilvægur leikmaður sem við ætluðum að reiða okkur á en núna hefur hann ákveðið að mæta ekki aftur eftir að við leyfðum honum að taka sér smá frí."

Bartomeu var svo spurður út í framtíð Quique Setien, þjálfara Barcelona, sem hefur legið undir þungri gagnrýni frá komu sinni til félagsins fyrr á árinu.

„Setien er samningsbundinn félaginu. Það er mjög erfitt að dæma þjálfara eftir nokkra mánuði, sérstaklega í miðjum heimsfaraldri. Við erum ekki að hugsa um að skipta honum út. Við erum ekki búnir að ræða við neina aðra þjálfara, hvorki Laurent Blanc né Xavi eins og fjölmiðlar hafa haldið fram.

„Við Xavi eigum í góðu sambandi og spjöllum reglulega, hann er nýlega búinn að framlengja samning sinn í Katar. Xavi mun þjálfa Barcelona einn daginn. Hann ákveður hvenær."

Athugasemdir
banner
banner