Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni bjartsýnn á að Íslandsmótið klárist - Nóvember varamánuður
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við verðum að gera okkar í því að passa upp á að þetta fari ekki lengra og að við náum tökum á faraldrinum," segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net og ræddi þar um stöðuna sem hefur komið upp.

Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað til 5. ágúst að minnsta kosti en sóttvarnarlæknir hefur komið með tillögu að fresta íþróttum og æfingum með snertingu til 13. ágúst. KSÍ mun funda með yfirvöldum eftir helgi.

Íslandsmótið er í óvissu vegna þeirrar stöðu sem hefur komið upp en staðan mun væntanlega skýrast betur í komandi viku. Guðni vonast til þess að liðum verði leyft að æfa án snertingu.

„Það er þessi tveggja metra regla sem er mikilvæg í sóttvarnarúrræðum og hún á illa heima við fótboltaiðkun. Við vonum að þetta verði ekki langt tímabil, við vonum að þetta verði frekar vika eða tvær og við komumst í gegnum þetta að við getum æft á meðan við æfum án snertingar, jafnvel í hópnum en án snertingar."

Guðni er bjartsýnn á það að Íslandsmótið verði klárað.

„Ég held það. Við erum búin að gefa út reglugerð þar sem við kveðum á að við ætlum að gefa okkur alla vega til 1. desember til að klára mótið ef við þurfum á að halda. Ef okkur seinkar um eina til tvær vikur þá gerir það okkur erfiðara fyrir en við höfum tíma upp á að hlaupa. Nú er lykilatriði að við náum tökum á þessum faraldri, pössum okkur vel og notum sóttvarnarúrræði."

„Ég er bjartsýnn á að við klárum mótið en við erum líka búin að kveða á um það að við getum kveðið á um úrslit þó að við klárum ekki 100 prósent leikja."

Nóvember er varamánaður ef svo má segja. „Við vildum ekki alveg fara fram að jólum eða inn í næsta ár. Við töldum að 1. desember væri gott viðmið og svo erum við með þetta viðmið að við viljum alla vega klára 2/3 leikja svo að mótin verði í raun og veru gild. Ég held að það hafi verið gott að vera búin að setja þessa reglugerð."

Með því að má lesa reglugerð KSÍ varðandi kórónuveirufaraldurinn.
Íslenski boltinn í limbói vegna veirunnar - Klárum þetta mót!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner