Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 12:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur Yrsa orðuð við Stjörnuna
Gunnhildur á landsliðsæfingu.
Gunnhildur á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er sögð á heimleið frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur spilað með Utah Royals.

Gunnhildur hefur verið orðuð við Íslandsmeistara Vals en Mist Rúnarsdóttir, fréttaritari Fótbolta.net og sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport, segir að uppeldisfélag hennar, Stjarnan, sé einnig möguleiki.

„Það er orðið á götunni að Gunnhildur Yrsa gæti verið að fara heim og henni myndi fylgja kanadískur markvörður," sagði Mist.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sagði þá í Pepsi Max-mörkunum að Stjarnan sé þá einnigað sækja unglingalandsliðskonu frá Ítalíu, sóknarmann.

Stjarnan er í áttunda sæti Pepsi Max-deildar kvenna með sjö stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner