Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. ágúst 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hugmynd að bikarviku í Kórnum í nóvember
Inn í Kórnum.
Inn í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru núna alls konar umræður um það hvernig eigi að klára Íslandsmótið í ljósi nýjustu tíðinda af kórónuveirufaraldrinum. Smit hafa aukist á landinu og búið er að fresta öllum fótboltaleikjum til 5. ágúst að minnsta kosti.

KSÍ mun funda með yfirvöldum eftir helgi og Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambandsins, er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið.

En hvað með bikarkeppnirnar? Það er komið fram í 8-liða úrslit í bæði Mjólkurbikar karla- og kvenna, en einn leikur er eftir í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Rætt var um stöðu Mjólkurbikarsins í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í gær.

„Hvað finnst ykkur um þessa hugmynd mína, að því að við þurfum að klára Íslandsmótið, að taka Mjólkurbikarinn eftir mótið? Það er helgi þar sem 8-liða úrslitin fara fram, svo kemur miðvikudagur og þá eru undanúrslitin, og úrslitaleikur á laugardegi. Taka Meistaradeildarformatið sem er núna og jafnvel ef það verður of kalt, að taka þetta inn í Kórnum," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum.

„Maður sér það algjörlega fyrir sér," sagði Ingólfur Sigurðsson. „Þetta þyrfti væntanlega að vera leikið í nóvember."
Bikaryfirferð - ÍBV og Fram að gera gott mót
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner