mán 02. ágúst 2021 07:00
Victor Pálsson
Allegri þarf ekki Pjanic - Ramsey að standa sig í nýrri stöðu
Mynd: Getty Images
Juventus þarf ekki á Miralem Pjanic að halda að sögn stjóra liðsins, Max Allegri en hann hefur verið orðaður við sitt fyrrum félag í sumar.

Pjanic hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar hjá Barcelona og gæti verið á förum frá spænska liðinu í sumar.

Allegri telur sig þó ekki þurfa á Pjanic að halda en hann er afar hrifinn af Aaron Ramsey í nýrri stöðu á vellinum.

að sögn Allegri getur Ramsey spilað fyrir framan vörn Juventus og gæti leyst það hlutverk í vetur.

Ramsey hefur verið í smá vandræðum með að fóta sig síðan hann kom frá Arsenal 2019.

„Ég veit ekkert um það. Félagið sér um félagaskiptin og við ræðum málin á hverjum degi," sagði Allegri.

„Ramsey spilaði mjög, mjög vel fyrir framan vörnina og ég held að hann geti orðið mikilvægur leikmaður fyrir okkur þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner