Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 02. ágúst 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Roma reynir að ganga frá Wijnaldum fyrir helgi
Georginio Wijnaldum.
Georginio Wijnaldum.
Mynd: EPA
Roma vonast til að geta kynnt Georginio Wijnaldum sem nýjan leikmann félagsins áður en vináttuleikur gegn Shaktar Donetsk verður á sunnudag.

Il Corriere dello Sport segir að samkomulag við Paris Saint-Germain sé ekki í höfn en leikmaðurinn þurfi að gefa eftir bónusgreiðslur sem franska félagið skuldi honum til að hraða fyrir ferlinu,

Roma er að vinna í því að fá Wijnaldum lánaðan en vill ekki ganga að kröfum PSG um að Roma verði skyldugt til að kaupa leikmanninn alfarið eftir lánssamninginn.

Þá vill Roma að PSG sjái um að greiða um 50% af launum leikmannsins á lánstímanum.

Ár er síðan Georginio Wijnaldum gekk í raðir PSG á frjálsri sölu frá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner