Egyptaland fór áfram í undanúrslitin á Ólympíuleikunum í París eftir 5-4 sigur á Paragúay í vítaspyrnukeppni í dag.
Staðan var markalaus í hálfleik en fyrri hálfleikurinn var algjörlega í eigu Paragúay.
Paragvæjar náðu forystunni þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma með marki frá Diego Gomez. Egyptar sóttu og sóttu í lokin í leit af jöfnunarmarki og náðu að skora á 88. mínútu en það var hann Ibrahim Adel sem gerði það.
Staðan eftir 90 mínútur var 1-1 og því ljóst að við værum á leið í framlengingu.
Framlengingin var afar róleg og það var enginn sem náði að skora á 30 mínútunum. Vítaspyrnukeppni framundan.
Það skoruðu allir af vítapunktinum nema Paragvæjinn Marcelo Perez en hann var annar leikmaður Paragúay til að taka vítaspyrnu í keppninni. Ibrahim Adel, sem jafnaði metinn fyrir Egyptaland í venjulegum leiktíma, skoraði úr vítaspyrnu sinni sem tryggði Egypta áfram í undanúrslitin. Ágætis kvöld sem hann er að eiga.
Ibrahim Adel skoraði einnig tvö mörk í 2-1 sigri á Spánverjum í 16-liða úrslitunum. Gífurlega mikilvægur fyrir Egypta hann Ibrahim.