Sautjánda umferð Bestu deildar karla hefst í dag og fengum við Guðmund Þór Júlíusson, fyrrum leikmann Fjölnis, HK og Vals, til að spá í spilin.
Leifur Þorsteinsson, annar þáttastjórnanda hlaðvarpsins Chess After Dark, var með einn réttan í síðustu umferð, en það verður þó að gefa honum það að hann spáði hárrétt fyrir um úrslit í 3-1 sigri Vals á FH.
ÍBV 0 - 3 KR (Í dag, klukkan 14:00)
KR strunsar með stæl út af Hásteinsvelli og tekur með sér öll stigin suður í bæ. Halldór Snær eins og múrveggur í markinu, aftur frábær, og KR heldur hreinu. Aron Sig dúndrar inn fyrsta, Eiður Gauti smellir einum inn og Júlíus Mar lætur netið dansa eftir horn — og eyjan skelfur!
Breiðablik 1 - 2 KA (Á morgun, klukkan 16:30)
KA heldur áfram að fljúga á evrópsku adrenalíni. Þeir komast yfir, Blikar svara rétt fyrir hálfleik, en Birnir Snær — nýkominn heim og eldmóðurinn í botni — tryggir norðanmönnum dýrmætan sigur.
FH 2 - 2 Víkingur R. (Á morgun, klukkan 17:30)
Víkingar lifa enn á draumi í Evrópu, en FH gerir þeim lífið leitt í Kaplakrika. Tómas Guðmundsson þarf sterkara kaffi eftir þetta – liðið hans nær ekki að loka leiknum og FH stelur stigi í lokaandránni.
ÍA 0 - 3 Valur (Á þriðjudag, klukkan 19:15)
Valsarar eru eins og lest á fullri ferð! Adam Ægir þræðir boltann á vin sinn Sigga Egil, sem mun skora tvö mörk í þessum leik. Aron Jó, nýstiginn úr meiðslaskugga, skorar sitt og fagnar með broti af létti og þunga – Skaginn fær ekkert í sinn hlut.
Afturelding 2 - 2 Vestri (Á miðvikudag, klukkan 18:00)
Mosó menn í veseni – aðal brósi í banni og þolinmæðin sett á próf. En þeir berjast! Bjarni Páll og Oliver Sigurjóns skora og bjarga stigi á heimavelli eftir þungt stríð við baráttuglæða Vestra menn.
Fram 0 - 1 Stjarnan (Á miðvikudag, klukkan 19:15)
Grjótharður leikur á Lambhagavellinum – bæði lið í beinni baráttu. En það er Örvar Eggerts sem stingur Fram í hjartað með marki og Árni Snær heldur hreinu eins og ekkert sé sjálfsagðara. Stjarnan tekur stigin þrjú – með naumindum.
Fyrri spámenn:
Leifur Þorsteins (1 réttur)
Ási Haralds (5 réttir)
Eggert Aron (5 réttir)
Aron Guðmunds (4 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Eyþór Aron Wöhler (3 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Valur Gunnars (2 réttir)
Hinrik Harðar (2 réttir)
Einar Jónsson (2 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)
Andrea Rut (1 réttur)
Kári Sigfússon (1 réttur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 16 | 10 | 3 | 3 | 42 - 21 | +21 | 33 |
2. Víkingur R. | 16 | 9 | 4 | 3 | 29 - 18 | +11 | 31 |
3. Breiðablik | 16 | 9 | 4 | 3 | 28 - 21 | +7 | 31 |
4. Fram | 16 | 7 | 3 | 6 | 25 - 21 | +4 | 24 |
5. Stjarnan | 16 | 7 | 3 | 6 | 29 - 27 | +2 | 24 |
6. Vestri | 16 | 7 | 1 | 8 | 15 - 14 | +1 | 22 |
7. Afturelding | 16 | 5 | 4 | 7 | 19 - 24 | -5 | 19 |
8. FH | 16 | 5 | 3 | 8 | 26 - 23 | +3 | 18 |
9. ÍBV | 16 | 5 | 3 | 8 | 14 - 23 | -9 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 16 | 4 | 5 | 7 | 36 - 38 | -2 | 17 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir