
Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir lagði upp sigurmark Brann sem vann Stabæk, 1-0, í meistarariðli norsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Svava, sem var í byrjunarliði Brann, lagði upp eina mark leiksins á 70. mínútu fyrir Therese Asland.
Hún fór síðan af velli á 89. mínútu leiksins en þessi sigur gerir mikið fyrir Brann.
Liðið er í efsta sæti meistarariðilsins eftir fyrri umferðina og er með 5 stiga forystu á Vålerenga sem lagði Rosenborg í dag, 2-0.
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann fyrir Vålerenga en Selma Sól Magnúsdóttir fór af velli hjá Rosenborg eftir rúman klukkutíma.
Rosenborg er í 3. sæti meistarariðilsins með 8 stig.
Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Viking, spilaði þá allan leikinn í 2-1 tapi fyrir Álasundi. Viking er í 7. sæti með 33 stig þegar sex leikir eru eftir.
Athugasemdir