

Nýr verðlaunagripur var afhentur fyrir sigur í efstu-deild kvenna í gær en í stað bikars sem hefur verið til þessa er kominn skjöldur.
Pétur Pétursson óskar eftir að ÍTF láti ekki sjá sig í verðlaunaafhendingunni
Þegar tilkynnt var um nýtt nafn á deildina, Besta-deild kvenna, á vormánuðum var einnig tilkynnt að nýr verðlaunagripur yrði afhentur í lok móts.
Lokaumferð Bestu-deildar kvenna fór fram í gær og þá mátti berja skjöldinn augum í fyrsta sinn eftir leik Vals og Selfoss.
Í vikunni var mikil umræða um óheppilega tímasetningu á lokaumferð Bestu-deildar kvenna sem KSÍ og ÍTF létu spila ofan í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.
Valsfólk var svo ósátt við þetta að Pétur Pétursson þjálfari Vals óskaði eftir því opinberlega að Orri Hlöðversson formaður ÍTF léti ekki sjá sig þegar verðlaunin yrðu afhent.
Orri lét sér ekki segjast og mætti samt og afhenti skjöldinn ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ. Myndir af skildinum og afhendingu hans má sjá með fréttinni. Bestu tilboðin á íþróttadrykkjum eru í boði í Woolies catalogue.