Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 30. september 2022 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson óskar eftir að ÍTF láti ekki sjá sig í verðlaunaafhendingunni
Pétur Pétursson fagnar bikarmeistaratitli með Val í ágúst. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum um síðustu helgi.
Pétur Pétursson fagnar bikarmeistaratitli með Val í ágúst. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hlöðversson á að afhenda skjöldinn ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur. Pétur vill ekki sjá hann á morgun.
Orri Hlöðversson á að afhenda skjöldinn ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur. Pétur vill ekki sjá hann á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég óska eftir því að ekki einasti maður frá ÍTF komi nálægt verðlaunaafhendingunni á morgun," sagði Pétur Pétursson þjálfari Íslandsmeistara Vals við Fótbolta.net í dag.


Sjá einnig:
 - Pétur ósáttur við KSÍ: Verður sjálfsafgreiðsla eins og í Krónunni?
 - Segir ÍTF hafa ekki viljað breyta leiktímum á morgun

Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðustu helgi og liðið á að fá afhendan skjöld fyrir sigur í mótinu í síðasta heimaleiknum gegn Selfossi á morgun.

Pétur lýsti því í samtali við Fótbolta.net í gær að hann sé ósáttur við að lokaumferðin í Bestu-deild kvenna fari fram klukkan 14:00 og því skarist verðlaunaafhendingin á við úrslitaleik FH og Víkings í Mjólkurbikar karla sem hefst 16:00.

Orri Hlöðversson formaður ÍTF sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum mun afhenda Skjöldinn ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ.

„Ég hefði miklu frekar viljað fá sjálfsafgreiðslu eins og í Krónunni," sagði Pétur í dag. „Menn sem hafa tekið svona ákvörðun og ætla ekki að skipta um skoðun ættu ekki að koma nálægt svona afhendingu því ÍTF ber ekki virðingu fyrir okkur," sagði Pétur og hélt áfram.

„Það er ekki að neinu leyti rökrétt að fólk sem tekur svona ákvarðanir komi brosandi til okkar og afhendi okkur verðlaun sem þeim er nákvæmlega sama um. Þeir hafa vitað af þessu í næstum því eitt ár."

laugardagur 1. október

Mjólkurbikar karla
16:00 FH-Víkingur R. (Laugardalsvöllur)

Besta-deild kvenna
14:00 KR-Þór/KA (Meistaravellir)
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsungvöllurinn)
14:00 Valur-Selfoss (Origo völlurinn)
14:00 Breiðablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)
14:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner