Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Valverde hefur alla burði til að vera jafn góður og Gerrard eða jafnvel betri"
Federico Valverde
Federico Valverde
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrúgvæski miðjumaðurinn Federico Valverde hefur alla burði til að vera jafn góður og Steven Gerrard eða jafnvel betri, en þetta segir Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid.

Valverde, sem er 24 ára gamall, hefur tekið miklum framförum síðustu tvö ár með Madrídingum.

Hann spilaði stóra rullu í að liðið varð bæði Evrópu- og Spánarmeistari á síðustu leiktíð og nú er hann einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.

Á þessu tímabili hefur hann skorað 4 mörk og lagt upp 2 í 9 leikjum en það er búið að líkja honum við Steven Gerrard, fyrrum leikmann Liverpool og núverandi stjóra Aston Villa.

„Hann hefur marga eiginleika frá Gerrard og það er gott fyrir hann að vera líkt við leikmann sem hefur náð svona miklum árangri á ferlinum. Federico hefur allt til að vera jafn góður og Gerrard og jafnvel betri," sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner