Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   lau 02. nóvember 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Breiðablik fær leikmann frá Grindavík
Mynd: Breiðablik

Helga Rut Einarsdóttir er gengin til liðs við Breiðablik en hún kemur frá Grindavík.


Helga Rut er 17 ára gömul og spilar sem varnarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún mikla reynslu en hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík árið 2022 en hún lék þá 14 leiki í Lengjudeildinni.

Hún spilaði 17 leiki í Lengjudeildinni í sumar þar sem Grindavík hafnaði í 8. sæti.

Þá hefur hún leikið 16 leiki fyrir yngri landslið Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner