Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. desember 2019 09:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ráðleggur Solskjær að fá Lewandowski eða Zlatan
Hvaða framherja fær Solskjær til Man. Utd?
Hvaða framherja fær Solskjær til Man. Utd?
Mynd: Getty Images
Velski varnarmaðurinn Clayton Blackmore sem lék með Manchester United á árunum 1982 til 1994 vill eins og svo margir stuðningsmenn félagsins sjá nýjan framherja koma inn í hópinn sem fyrst.

Norski sóknarmaðurinn Erling Haland, leikmaður Salzburg hefur mikið verið orðaður við félagið. Blackmore telur hins vegar það sem vanti fyrst og fremst í sóknarlínu liðsins sé reynsla, hjá honum eru þeir Robert Lewandowski og Zlatan Ibrahimovic efstir á blaði.

„Þeir þurfa að ná í góðan framherja sem ungir leikmenn geta lært af. Ég væri til í að sjá Robert Lewandowski koma til félagsins, hann er 31 árs en raðar inn mörkunum þrátt fyrir það. Það myndi einnig gleðja mig mikið ef Zlatan Ibrahimovic kæmi aftur.”

„Það var stór ákvörðun að láta Romelu Lukaku fara frá félaginu, nú þarf Solskjær að fylla í hans skarð. Hann hefði átt að fylla í skarðið sem hann skildi eftir sig strax í sumar og það hefði helst ekki átt að selja Lukaku fyrst að það koma enginn annar inn í staðinn, ” sagði hinn 55 ára gamli Clayton Blackmore.
Athugasemdir
banner
banner
banner