Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 20:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endurtók afrek Rooney frá því fyrir sextán árum
Mynd: Getty Images
Tyrkinn Irfan Can Kahveci, leikmaður Istanbul Basaksehir, mun eflaust ganga frá heimavelli síns liðs með súrsætt bragð í munni eftir leik liðsins gegn RB Leipzig í kvöld.

Kahveci var maður leiksins þegar Leipzig vann 3-4 útisigur og heldur sér í góðri stöðu í H-riðli Meistaradeildarinnar.

Kahveci skoraði öll þrjú mörk Basaksehir í kvöld og komu þau öll með skotum fyrir utan teig.

Það er í fyrsta sinn í rúm sextán ár sem leikmaður skorar þrennu fyrir utan teig í Meistaradeildinni.

Sá sem gerði það síðast var Wayne Rooney, leikmaður Manchester United. Það gerði Rooney gegn Fenerbahce í september 2004 í fraumraun sinni í keppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner