Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Man Utd tekur á móti PSG
Cavani mætir sínum gömlu félögum.
Cavani mætir sínum gömlu félögum.
Mynd: Getty Images
Það er kominn desember og það styttist í jólahátíðina. Það styttist einnig í annan endann á riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Í kvöld klárast næst síðasta umferð riðlakeppninnar.

Það er mikil spenna í H-riðli þar sem Manchester United, RB Leipzig og Paris Saint-Germain berjast um sæti í 16-liða úrslitum. Man Utd er með níu stig, en PSG og Leipzig bæði með sex. Man Utd tekur á móti PSG á Old Trafford í kvöld.

Í E-riðli eru Chelsea og Sevilla komin áfram, en þau eru enn að berjast um fyrsta sætið. Þau mætast í kvöld.

Borussia Dortmund og Lazio eru í efstu tveimur sætum F-riðils með átta stig, en svo kemur Zenit með fjögur stig. Dortmund og Lazio eigast við í kvöld.

Þá eru Barcelona og Juventus komin áfram í E-riðli.

miðvikudagur 2. desember

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group F
20:00 Club Brugge - Zenit
20:00 Dortmund - Lazio (Stöð 2 Sport 3)

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group E
17:55 FK Krasnodar - Rennes
20:00 Sevilla - Chelsea

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group G
20:00 Ferencvaros - Barcelona
20:00 Juventus - Dynamo K.

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group H
17:55 Istanbul Basaksehir - RB Leipzig (Stöð 2 Sport)
20:00 Man Utd - PSG (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner
banner