Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 09:42
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þorvaldur: Get ekki hjálpað Rúnari með pallinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar reyndi að fá Þorvald Örlygsson sér við hlið fyrir rúmlega ári síðan. Þorvaldur afþakkaði boðið á þeim tíma en samdi á dögunum við Garðabæjarfélagið.

„Það má segja að þetta hafi tekið ár að ganga í gegn. Rúnar hringdi í mig fyrir rúmlega ári og spurði mig út í hvort ég vildi koma í Stjörnuna. Á þeim tíma var ég á leið með U19 liðið til Belgíu og hafði ekki tök á því þá. Hann fékk heldur betur góðan mann sér við hlið og þeir náðu frábærum árangri," sagði Þorvaldur en hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson stýrðu Stjörnunni á síðasta tímabili og náðu Evrópusæti. Ólafur ákvað hinsvegar að láta af störfum eftir tímabilið.

Það tók ekki langan tíma fyrir Þorvald að semja við Stjörnuna að þessu sinni.

„Rúnar hringdi í mig á miðvikudegi og ég samdi við þá á föstudegi. Hann býr nú ekki langt frá mér. Ég get hjálpað honum í ýmsu en þó ekki við pallinn hans, Óli var meira í því," sagði Þorvaldur léttur.

Hann segist hafa verið að líta í kringum sig í einhvern tíma og hugsað út í hvort rétt væri að snúa aftur í þjálfun hjá félagsliðum eftir að hafa verið að þjálfa yngri landslið Íslands undanfarin ár.

Þorvaldur tekur einfaldlega við af Ólafi. Hlutverk hans var í óvissu eftir að Stjarnan tilkynnti að hann kæmi inn í þjálfarateymið meistaraflokks.

„Ég er að fara að vera, ásamt Rúnari, aðalþjálfari í meistaraflokki Stjörnunnar. Ég myndi kalla þetta tveggja þjálfara teymi. Það segir sig samt sjálft að Rúnar er búinn að vera lengi þarna, og ég kem inn til að byrja með og styð hann. Að sama skapi er ég að koma með mína þekkingu og mínar áherslur til að bæta og hjálpa honum. Liðinu líka og félaginu, innan sem utan vallar. Það er mitt hlutverk, menn geta kallað þetta eitt eða tvö en við hlustum á hvorn annan."

Þorvaldur þekkir það vel að þjálfa í nánu samstarfi en hann og Davíð Snorri Jónasson unnu vel saman með yngri landsliðin.

„Þó ég hafi verið titlaður U19 þjálfari þá var ég einnig með U18 og yngri landslið með Davíð Snorra. Okkar samstarf var mjög gott og það má segja að við höfum verið saman með þessi landslið. Við unnum þetta á faglegum nótum og unnum þetta í heilum pakka:"
Þorvaldur Örlygs ræðir um stöðu íslenska boltans
Athugasemdir
banner
banner