Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 02. desember 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Tekjur KSÍ mun lægri en ráð var gert fyrir
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að árið sem senn er liðið hefur verið virkilega erfitt fyrir KSÍ að mörgu leyti. Gustað hefur rækilega í kringum karlalandsliðið og stjórnin sagði af sér.

Fjárhagslega hefur heldur ekki gengið að óskum en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kynnti níu mánaða uppgjör sambandsins á stjórnafundi á dögunum.

Þar kom fram að tekur ársins verða mun lægri en búist var við. Covid faraldurinn og minnkandi áhugi á karlalandsliðinu spila þar inn.

„Tekjur ársins verða mun lægri en gert var ráð fyrir í áætlun, m.a. covid takmarkana sem vörðu lengur en áætlað var, vegna dræmrar miðasölu á landsleiki A landsliðs karla og lægri framlaga frá UEFA en gert var ráð fyrir (færast yfir á næsta ár)," segir í fundargerð.

„Rekstrargjöld eru í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en þó fara einstaka liðir framyfir áætlun, sbr. til dæmis ársþing og aukinn ráðgjafarkostnaður. Landsliðskostnaður verður lægri en gert var ráð fyrir. Spá fyrir afkomu ársins hefur þó batnað frá 6 mánaða uppgjöri."


Athugasemdir
banner
banner
banner