Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. desember 2022 19:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp mun ekki taka við þýska landsliðinu
Mynd: EPA
Starfið hjá Hansi Flick hjá þýska knattspyrnusambandinu hangir á bláþræði eftir að Þýskaland féll úr leik í riðlakeppninni á HM í Katar.

Flick tók við sem þjálfari þýska landsliðsins í maí í fyrra en lítið hefur gengið hjá þeim þýsku undanfarin ár.

Hann vildi ekkert tjá sig um framtíð sína eftir síðasta leik liðsins á HM í gær.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur verið orðaður við starfið en umboðsmaðurinn hans segir að hann muni vera áfram hjá Liverpool.

„Þetta er bara í fjölmiðlum. Klopp er með samning hjá Liverpool til 2026 og ætlar að klára hann," sagði Marc Kosicke umboðsmaður Klopp í samtali við Sky í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner