Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   mán 02. desember 2024 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Fjórða tap Roma í röð

Roma 0 - 2 Atalanta
0-1 Marten de Roon ('69 )
0-2 Nicolo Zaniolo ('89 )


Það gengur hvorki né rekur hjá Roma í ítölsku deildinni en liðið tapaði fjórða leik sínum í röð þegar liðið tók á móti Atalanta í kvöld. Það var markalaust í hálfleik en Artem Dovbyk, framherji Roma, komst í færi í upphafi seinni hálfleiks en kom tánni ekki í boltann

Marten De Roon kom Atalanta yfir þegar skot hans fór af Zeki Celik, varnarmanni Roma, og í netið.

Nicolo Zaniolo kom inn á sem varamaður hjá Atalanta en 25 ára gamli sóknarmaður yfirgaf Roma á síðasta ári eftir að hafa lent upp á kant við Jose Mourinho, þáverandi stjóra félagsins.

Stuðningsmenn Roma tóku á móti honum með bauli en hann átti eftir að láta til sín taka. Hann innsiglaði sigur Atalanta undir lok leiksins. Atlanta er á siglingu en þetta var áttundi sigur liðsins í röð.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Como 12 5 6 1 17 7 +10 21
7 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 12 5 2 5 16 14 +2 17
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 12 3 5 4 11 21 -10 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Pisa 12 1 7 4 10 16 -6 10
17 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir