Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 03. febrúar 2015 23:09
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Höfum gæði og getu fyrir toppbaráttu
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með fyrstu gullverðlaun sín í starfinu en Kópavogsliðið vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í kvöld. Fyrsti titill ársins fer því til Blika.

„Ég var mjög ánægður með sigurinn en ekki ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá fannst mér Stjarnan miklu grimmari. Það var þó gott að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu og það var mikilvægt að klára leikinn. Spilamennskan verður að vera betri ef við ætlum að gera eitthvað af viti í sumar," sagði Arnar eftir leik.

Hvert verður markmið Breiðabliks í sumar?

„Við förum í hvern einasta leik til að vinna. Ef þú gerir það þá hlýtur stefnan að vera að spila um eitthvað. Mér finnst það eðlileg krafa að vera í einhverju af efstu sætunum. Ég tel okkur vera með gæði og getu til að blanda okkur í toppbaráttuna."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Arnar meðal annars um að Breiðablik þurfi að fækka í æfingahópnum hjá sér.
Athugasemdir
banner