Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   þri 03. febrúar 2015 23:09
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Höfum gæði og getu fyrir toppbaráttu
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með fyrstu gullverðlaun sín í starfinu en Kópavogsliðið vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í kvöld. Fyrsti titill ársins fer því til Blika.

„Ég var mjög ánægður með sigurinn en ekki ánægður með frammistöðuna, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá fannst mér Stjarnan miklu grimmari. Það var þó gott að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu og það var mikilvægt að klára leikinn. Spilamennskan verður að vera betri ef við ætlum að gera eitthvað af viti í sumar," sagði Arnar eftir leik.

Hvert verður markmið Breiðabliks í sumar?

„Við förum í hvern einasta leik til að vinna. Ef þú gerir það þá hlýtur stefnan að vera að spila um eitthvað. Mér finnst það eðlileg krafa að vera í einhverju af efstu sætunum. Ég tel okkur vera með gæði og getu til að blanda okkur í toppbaráttuna."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Arnar meðal annars um að Breiðablik þurfi að fækka í æfingahópnum hjá sér.
Athugasemdir