Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. febrúar 2023 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Brynjólfur skoraði fyrir Kristiansund - Hildur kom við sögu í sigri
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði í æfingaleik
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði í æfingaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Antonsdóttir og stöllur í Sittard eru í 3. sæti hollensku deildarinnar
Hildur Antonsdóttir og stöllur í Sittard eru í 3. sæti hollensku deildarinnar
Mynd: Fortuna Sittard
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði í 4-3 sigri Kristiansund á Traeff í æfingaleik í dag. Hildur Antonsdóttir kom þá inná sem varamaður er Fortuna Sittard vann Heerenveen, 3-1, í hollensku úrvalsdeildinni.

Brynjólfur var í byrjunarliði Kristiansund og skoraði eitt af þremur mörkum liðsins í fyrri hálfleik áður en öllu liðinu var skipt af velli í hálfleik.

Liðið mun spila í B-deildinni á komandi leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni.

Davíð Kristján Ólafsson spilaði í 4-1 sigri Kalmar á Mjällby í æfingaleik og þá lék Aron Elís Þrándarson síðari hálfleikinn er OB lagði Shabah, 1-0.

Bjarni Mark Antonsson og Ísak Óli Ólafsson mættust þá í æfingaleik er Start og Esbjerg gerðu 1-1 jafntefli. Ísak kom inná í hálfleik hjá Esbjerg en Bjarni var í byrjunarliði Start.

Patrik Sigurður Gunnarsson var í marki Viking sem lagði Halmstad, 2-0, í Atlantic-bikarnum.

Elías Már og Kristófer í tapliðum

Elías Már Ómarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir NAC Breda í hollensku B-deildinni í kvöld. Hann fór af velli á 70. mínútu í 2-1 tapi.

Kristófer Ingi Kristinsson kom inná sem varamaður á 63. mínútu í 3-2 tapi VVV Venlo gegn unglinga- og varaliði AZ Alkmaar. Venlo er í 5. sæti með 36 stig en Elías og félagar í 11. sæti með 31 stig.

Hildur Antonsdóttir kom inná sem varamaður hjá Fortuna Sittard á 78. mínútu í 3-1 sigri á Heerenveen. Sittard er í 3. sæti með 25 stig.

Þá spilaði Kolbeinn Þórðarson allan leikinn fyrir Lommel sem gerði 2-2 jafntefli við U23-ára lið Anderlecht í belgísku B-deildinni en Lommel er í 4. sæti með 32 stig.
Athugasemdir
banner