Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. febrúar 2023 09:08
Elvar Geir Magnússon
City og Liverpool fá falleinkunn fyrir janúargluggann - Everton fær 0
Liverpool fékk ekki inn miðjumann.
Liverpool fékk ekki inn miðjumann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiðir Joao Cancelo og Pep Guardiola skildu.
Leiðir Joao Cancelo og Pep Guardiola skildu.
Mynd: Getty Images
BBC fékk djúpt þenkjandi stuðningsmann hvers liðs í ensku úrvalsdeildinni til þess að gefa janúarglugganum hjá sínu félagi einkunn. Miðað við það eru stuðningsmenn Arsenal, Bournemouth, Chelsea, Fulham, Southampton og Wolves ánægðastir.

Everton, Liverpool, Manchester City og West Ham fá hinsvegar falleinkunn.

„Þvílíkur skelfingar gluggi," segir Briony Bragg um gluggann hjá Everton sem fær 0 í einkunn. „Við seldum Richarlison síðasta sumar og fengum engan í staðinn. Seldum Anthony Gordon núna og fengum engan í staðinn. Þetta eru engin geimvísindi, ef þú selur einhvern úr byrjunarliðinu þarf að fá inn mann í staðinn. Þetta er algjört rugl. Það virtust ekki vera neinar áætlanir þrátt fyrir að hafa margar vikur til undirbúnings."

Liverpool fær 4 í einkunn og segir Harriet Prior hjá The Anfield Wrap að þó Cody Gakpo hafi verið keyptur hafi þörfin á miðjumanni verið á allra vörum. Hún segir ljóst að allt verði lagt í að fá Jude Bellingham frá Dortmund næsta sumar.

Manchester City fær einnig 4 og Ger Deegan, Maine Road Ramble, er greinilega svekktur yfir því að missa Joao Cancelo og fá engan bakvörð inn. Athyglisvert er að Manchester United fær 8 í einkunn, frá Alex Turk, Stretford Paddock.

„United gerði eins vel úr þeim spilum sem það hafði og hægt var. Erik ten Hag hefur ekki mikið milli handanna þar sem sala á félaginu er yfirvofandi. Hann fékk Wout Weghorst og Marcel Sabitzer á lánssamningum í stöður sem þurfti að fá menn inn," segir Turk.

Einkunnirnar sem félögin fengu:
Arsenal 9
Aston Villa 6
Bournemouth 9
Brentford 8
Brighton 8
Chelsea 9
Crystal Palace 8
Everton 0
Fulham 9
Leeds 8
Leicester 8
Liverpool 4
Manchester City 4
Manchester United 8
Newcastle 7
Nottingham Forest 8
Southampton 9
Tottenham 5
West Ham 4
Wolves 9

Hér má lesa úttektina hjá BBC í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner