Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. febrúar 2023 12:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um eyðsluna hjá Chelsea: Ég skil þetta ekki alveg
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Chelsea átti sögulegan félagaskiptaglugga í janúar. Félagið eyddi um 288 milljónum punda í janúar en það er hærri upphæð en var eytt í þýsku Bundesligunni, spænsku La Liga, ítölsku A-deildinni og efstu deild Frakklands samanlagt.

Félagið keypti öfluga leikmenn á borð við Enzo Fernandez og
Mykhailo Mudryk.

Það hafa margir sett spurningamerki við það hvernig þetta er hægt í ljósi fjármálareglna sem UEFA setur, en Chelsea hefur einhvern veginn komist fram hjá þeim.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í eyðsluna hjá Chelsea á fréttamannafundi í dag en hann fékk ekki úr eins miklu að moða hjá sínu félagi í glugganum.

„Ég segi ekki neitt án þess að hafa lögmanninn minn viðstaddan," sagði Klopp léttur þegar hann fékk spurninguna á fréttamannafundi í dag.

„Ég skil þetta ekki alveg, en þetta er stór tala. Þetta eru allt góðir leikmenn og því óska ég Chelsea til hamingju. Ég skil ekki hvernig þetta er mögulegt en það er ekki fyrir mig að útskýra."
Athugasemdir
banner
banner
banner