Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 03. mars 2021 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Crystal Palace og Man Utd: Henderson í markinu
Henderson er í markinu hjá Man Utd.
Henderson er í markinu hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Núna eftir tæpan klukkutíma verður flautað til leiks á Selhurst Park þar sem Crystal Palace og Manchester United eigast við.

Fyrir leikinn situr Palace í 13. sæti og Manchester United í öðru sæti, 15 stigum á eftir toppliði Manchester City.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá jafnteflinu gegn Chelsea um síðustu helgi. Dean Henderson byrjar í markinu í stað David de Gea og Eric Bailly byrjar í hjarta varnarinnar með Harry Maguire. Þá er Edinson Cavani klár í slaginn og Nemanja Matic byrjar á miðjunni í staðinn fyrir Scott McTominay.

Wilfried Zaha er ekki með Palace í dag vegna meiðsla en byrjunarliðin má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Crystal Palace: Guaita, Ward, Cahill, Kouyate, Van Aanholt, Townsend, McCarthy, Milivojevic, Eze, Ayew, Benteke.
(Varamenn: Butland, Dann, Schlupp, Kelly, Hannam, Riedewald, Wickham, Batshuayi, Mateta)

Byrjunarlið Man Utd: Henderson, Wan-Bissaka, Bailly, Maguire, Shaw, Matic, Fred, Fernandes, Rashford, Cavani, Greenwood.
(Varamenn: Grant, Lindelof, Williams, Tuanzebe, Telles, McTominay, Shoretire, Diallo, James)
Athugasemdir
banner