Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. mars 2021 08:30
Aksentije Milisic
Cole: Ekki viss um að stórstjörnur vilji fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
Andy Cole, fyrrverandi framherji Manchester United, segir að liðið geti ekki fengið til sín heimsklassa leikmenn eins og Erling Braut Haaland.

United, eins og mörg önnur lið í Evrópu, hafa áhuga á Norðmanninum öfluga, sem stefnir í hraða átt með að verða einn besti leikmaður heims.

„Ef þú vilt fá þessa bestu leikmenn til þín, þá verður þú að selja þeim hugmyndina," sagði Cole.

„Þú ferður að sýna fram á að liðið þitt getur unnið stærstu titlana. Þessir leikmenn munu hafa aðra möguleika eins og Manchester City, Liverpool, Chelsea, Barcelona og Real Madrid."

„Ef þú hefur þessa möguleika, hvar væri United raunverulega í röðinni?"

„Þó ég elski United, þá getur félagið ekki bara treyst á nafn sitt lengur. Sérstaklega þegar þú reynir að fá þessar stórstjörnur til liðsins."

Cole segir að árið sé 2021 og hann er ekki viss um að þessir stærstu leikmenn vilji lengur fara til United. Það var þannig áður en er ekki þannig í dag.
Athugasemdir
banner
banner