Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 06:00
Aksentije Milisic
Pirelli hættir á treyjum á Inter - 26 ára samstarfi að ljúka
Zanetti.
Zanetti.
Mynd: Getty Images
Inter Milan og Pirelli munu binda enda á samstarf sitt eftir tímabilið. Þetta samstarf hefur verið í gangi í 26 ár og er er eitt það merkasta í sögu fótboltans.

Merki ítalska dekkjarframleiðandans hefur verið á treyju Inter síðan tímabilið 1995/1996 og á þeim tíma hefur félagið unnið þó nokkra Serie A titla og Meistaradeildina.

Samningur Inter og Pirelli, sem er að verðmæti tíu milljónir punda árlega, auk bónusa, mun ekki framlengjast eftir þetta tímabil. Marco Tronchetti Provera, framkvæmdastjóri Pirelli, tilkynnti þetta í gær.

„Við munum ekki vera styrktaraðili framan á treyjum Inter lengur, en samband okkar við félagið mun halda áfram," sagði Provera.

Það mun koma í ljós hver fjárhagslegu áhrifin verða á Inter eftir þessa fréttir en eigendur þeirra, Suning Group, stöðvuðu starfsemi hjá sínum kínversku liðum, vegna fjárhagslegra vandræða um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner