Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. apríl 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea í samtarf við Refuge UK - Baráttan við heimilisofbeldi
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea.
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur hafið samstarf með góðgerðarsamtökunum Refuge UK til þess að safna pening og vekja athygli á aðstæðum þeirra sem þurfa að búa við heimilisofbeldi á tímum kórónuveirunnar.

Sérfræðingar vara við því að kórónuveiran geti valdið aukningu í heimilisofbeldi. Útgöngubann er í Bretlandi vegna kórónuveirunnar og óttast er að það muni valda aukningu í heimilisofbeldi og gefa fórnarlömbum minna svigrúm til að sækja sér aðstoð.

Emma Hayes, þjálfari kvennaliðsins, ásamt leikmönnum kvenna- og karlaliðsins taka þátt í herferðinni og mun Chelsea jafna upphæðina sem safnast á næstu sex vikum.

„Ég er ánægð að leiða stuðning félagsins í þessu góða málefni og svona erfiðum tímum," segir Hayes. „Það er margt sem fólk þarf að takast á við á þessum tímum, en það er mikilvægt að við styðjum við það fólk sem er viðkvæmt, og það fólk sem finnst það vera eitt eða án raddar."

„Ég vona að þessi herferð geti gert það og skipt máli fyrir þá sem þurfa stuðning."

Cesar Azpilicueta, fyrirliði karlaliðs Chelsea, sagði: „Heimilisofbeldi er gríðarlega alvarlegt vandamál í okkar samfélagi og við verðum að tvöfalda baráttu okkar til að passa upp á þá sem eru í hættu á meðan þessi heimsfaraldur stendur yfir. Ég er stoltur af félagi mínu að styðja þetta málefni."

Chelsea hefur verið að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni. Annað dæmi um það er að félagið hefur boðið heilbrigðisstarfsfólki í London fría gistingu á Millenium hótelinu á Stamford Bridge.
Athugasemdir
banner
banner
banner