Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 03. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Torino býst við að ítalska tímabilinu verði aflýst
Urbano Cairo, forseti Torino, býst ekki við að hægt verði að klára ítalska deildartímabilið.

Torino er óvænt í fallbaráttu, með 27 stig eftir 25 umferðir, og fær tækifæri til að byrja upp á nýtt ef tímabilinu verður aflýst.

„Ég held að tímabilið sé búið. Ef þið lítið á Wuhan þá hefur það tekið tvo og hálfan mánuð að stöðva veiruna. Ef það tekur okkur tvo mánuði þá geta leikmenn byrjað að æfa í lok maí og ekki byrjað að spila fyrr en í lok júní," sagði Cairo.

„Þá þyrftum við að spila júlí og ágúst og hafa svo einn mánuð í frí fyrir næsta tímabil, sem myndi ekki hefjast fyrr en í nóvember! Það er ekki hægt.

„Það á ekkert lið að fá deildartitilinn enda er þriggja liða titilbarátta. Ég hef ekki einu sinni heyrt Andrea Agnelli (forseta Juventus) stinga uppá því að Juve fengi titilinn."

Athugasemdir
banner
banner