Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. apríl 2020 12:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Grétar Sigfinnur æfði sig í Yo-yo testi
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær en þar sagði hann skemmtilegar sögur af Grétari Sigfinni Sigurðarsyni, fyrrum liðsfélaga sínum hjá KR.

Hannes greindi frá því hvernig Grétar hjálpaði til við að gera búningsklefa KR á sínum tíma. Hann sagði síðan skemmtilega sögu sem sýnir metnaðinn hjá Grétari en hann var ekki sáttur eftir að hafa ekki verið efstur af leikmönnum KR í yo-yo hlaupaprófi. Um er að ræða hlaupapróf sem mörg lið taka til að sjá hlaupagetu leikmanna.

„Hann tapaði í yo-yo testi einhverntímann snemma á undirbúningstímabilinu. Hann fór út og æfði sig í því aftur og aftur. Hann var með helvítis græjuna og æfði sig allan veturinn. Næst þegar það var yo-yo test þá vann hann það. Hann varð bestur í því," sagði Hannes en hann kom í kjölfarið með aðra sögu af metnaði Grétars.

„Við skoruðum aldrei úr aukaspyrnum og hann var hafsent og síðasti maðurinn sem menn hefðu giskað á að myndi taka aukaspyrnur. Hann fékk þá flugu í höfuðið að hann ætti að taka aukaspyrnur og hann fór með boltapoka út á völl eftir æfingar og fór að taka 20 aukaspyrnur."

„Hann gerði það vel og var farinn að fara fram á að taka aukaspyrnur. Hann æfði sig langmest og hefði átt skilið að fá að taka aukaspyrnur. Hann lætur verkin tala,"
sagði Hannes um Grétar.

Hér að neðan má hlusta á útvarpsþáttinn í heild en umræðan um Grétar byrjar eftir rúman hálftíma.
Útvarpsþátturinn - Farið yfir málin með Hannesi og Begga Ólafs
Athugasemdir
banner
banner
banner