Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   mið 03. apríl 2024 11:10
Elvar Geir Magnússon
Kamerúnska fótboltasambandið fékk ekki að ráða hver yrði landsliðsþjálfari
Marc Brys.
Marc Brys.
Mynd: Getty Images
Kamerúnska fótboltasambandið hefur lýst yfir undrun sinni eftir að Íþróttamálaráðherra landsins réði Marc Brys sem nýjan landsliðsþjálfara.

Í yfirlýsingu segir að ákvörðunin um ráðninguna hefði verið tekin einhliða af Íþróttamálaráðuneytinu og stjórn fótboltasambandsins ekki fengið að segja neitt.

„Kamerúnska fótboltasambandið komst að ráðningunni á sama tíma og öll þjóðin. Við lýsum óánægju okkar með þessi vinnubrögð og krefjumst útskýringa," segir í yfirlýsingu sambandsins.

Marc Brys er 61 árs gamall Belgi sem stýrði síðast OH Leuven, liði Jóns Dags Þorsteinssonar, en var látinn taka pokann sinn. Hann tekur við kamerúnska landsliðinu af Rigobert Song.

Samuel Eto'o, fyrrum sóknarmaður Barcelona, Inter og Chelsea, hefur verið forseti kamerúnska sambandsins síðan í desember 2021 en er undir rannsókn afríska fótboltasambandsins vegna vafasamra stjórnarhátta.
Athugasemdir
banner
banner