Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 03. apríl 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kompany kærður fyrir að móðga dómara
Vincent Kompany, stjóri Burnley, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína í garð dómara á leiknum gegn Chelsea síðasta laugardag.

Kompany var rekinn upp í stúku í 2-2 jafnteflinu gegn Chelsea.

Kompany lét dómarana heyra það eftir að leikmaður hans, Lorenz Assignon, fékk rauða spjaldið og fékk hann sjálfur rautt í andlitið.

„Ég sagði í fyrra að mér þætti dómgæslan á Englandi sú besta í heimi, mér fannst dómararnir alltaf lesa í aðstæður. Ég hef því miður ekki fengið þá tilfinningu á þessu tímabili," sagði Kompany eftir leikinn en hann sagðist jafnframt hafa beðist afsökunar.

Núna gæti Kompany átt von á refsingu fyrir að hafa látið móðgandi orð falla í garð dómara. Möguleiki er á því að hann sé að fara í leikbann.

Burnley er sem stendur í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner