Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. maí 2021 16:30
Innkastið
Guy Smit steig upp þegar mesti brotsjórinn var hjá Leikni
Guy Smit, markvörður Leiknis.
Guy Smit, markvörður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Nýliðar Leiknis sóttu stig í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar þegar þeir gerðu markalaust jafntefli gegn Stjörnunni.

Rætt var um leikinn Innkastinu en þar fékk markvörður Leiknis, Hollendingurinn Guy Smit, hrós.

Það var frumsýningarskjálfti í nýliðunum í upphafi leiks en þó ekki í markverðinum. Gunnar Birgisson segir að Smit hafi einfaldega komið í veg fyrir að Stjarnan hafi nýtt sér skjálftann.

„Þar er munurinn bara Guy Smit í markinu. Hann er í raun og veru ástæðan fyrir því. Þegar mesti brotsjórinn var hjá Leikni í fyrri hálfleik þá var það hann sem steig upp. Það voru líka læti í honum og hann var að hrista menn í gang," segir Gunnar.

„Hann átti tvær til þrjár geggjaðar vörslur í þessum leik. Það var smá skjálfti í byrjun leiks hjá Leikni og það kom manni svolítið á óvart. Ég hélt að þeir kæmu inn með dass af jákvæðu kæruleysi og yrðu óhræddir við að sækja. Siggi Höskulds talaði um það í viðtali eftir leik að þeir ætluðu að sækja meira."

Í lokin fékk Leiknir svo góð tækifæri til að skora en niðurstaðan markalaust jafntefli.

„Leiknir hefði vel getað stolið þessu í lokin og mér fannst lítið gerast hjá Stjörnunni fyrir utan þennan skalla sem Smitarinn ver á marklínunni."
Innkastið - Nýr leikur en sömu úrslit þegar Rúnar mætir Óskari
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner