banner
   mán 03. maí 2021 10:15
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Reglur brotnar þegar fagnað var í Mílanó
Mynd: EPA
Yfir 30 þúsund stuðningsmenn Inter fögnuðu Ítalíumeistaratitlinum á götum Mílanó í gær. Ítalska félagið bað stuðningsmenn um að fagna af skynsemi en sóttvarnareglur voru brotnar.

Inter tryggði sér meistaratitilinn án þess að spila en strax og niðurstaðan varð ljós, eftir úrslitin í leik Sassuolo og Atalanta, þá geystist fólk á götur í miðbæ Mílanó.

Í síðustu viku opnaði ítalska ríkisstjórnin bari og veitingastaði utandyra á ný.

Margir íbúar Mílanó hafa látið óánægju í ljós með Giuseppe Sala borgarstjóra en hann er gagnrýndur fyrir að hafa ekki verið með stjórn á aðstæðum sem auðvelt var að sjá fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner