banner
   mán 03. maí 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur fékk höfuðhögg í gær - Líður betur í dag
Stefán Teitur
Stefán Teitur
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur Þórðarson þurfti að yfirgefa völlinn í leik Silkeborg og Fredericia í gær. Stefán fékk höfuðhögg og gat ekki haldið leik áfram. Höfuðhöggið fékk hann í fyrri hálfleik og fór af velli í kjölfarið, á 34. mínútu leiksins.

Silkeborg vann leikinn 0-1 og var Patrik Sigurður Gunnarsson á sínum stað í marki Silkeborg. Í marki Fredericia var Elías Rafn Ólafsson. Það bendir flest til þess að Silkeborg og Viborg fari upp í Superliga.

Viborg er með 63 stig, Silkeborg er með 62 og Esbjerg er í þriðja sætinu með 55 stig. Fimm umferðir eru eftir af deildinni.

Fréttaritari hafði samband við Stefán í dag og spurði hann út í meiðslin.

„Þetta var höfuðhögg sem ég fékk, bolti í haus. Ég missti alla orku eftir höggið og leið ekki vel í höfðinu," sagði Stefán.

„Maður verður bara bíða og sjá hvernig næstu dagar þróast, ég er betri í dag en ég var í gær sem er jákvætt."

Næsti leikur Silkeborg er gegn Esbjerg á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner