Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. júní 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Adidas semur ekki aftur við umdeildan Özil
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Fataframleiðandinn Adidas hefur ákveðið að gera ekki nýjan samning við Mesut Özil, leikmann Arsenal.

Adidas er með risasamning við Özil en hann er að renna út.

Þýska blaðið Bild segir að neikvæð umræða í kringum Özil sé ástæða þess að ekki verði gerður nýr samningur.

Özil hefur verið úti í kuldanum undir stjórn Unai Emery og hefur lent í ýmsum umdeildum uppákomum síðustu ár.

Fyrir HM í Rússlandi var hann myndaður með Erdogan forseta Tyrklands en hann er af mörgum talinn vera nútíma einræðisherra og verið gagnrýndur af mannréttindasamtökum.

Özil lék fyrir þýska landsliðið en er með tyrkneskar rætur og var Erdogan svaramaður í brúðkaupi hans.
Athugasemdir
banner