Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 13:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Schmeichel: Væri brjálaður ef ég væri Ederson
Mynd: EPA

Stefan Ortega hefur spilað í rammanum hjá Manchester City í enska bikarnum á þessari leiktíð og það er engin breyting þar á í dag þegar liðið mætir Man Utd í úrslitaleiknum.


Peter Schmeichel fyrrum markvörður Man Utd segir í samtali við BBC að Ederson hefði átt að byrja leikinn.

„Ég væri brjálaður ef ég væri aðalmarkvöðurinn að fá ekki að spila. Þetta er einn merkilegasti leikur sem þú getur spilað, ég skil ekki af hverju hann fengi ekki tækifæri. Ég væri mjög sorgmæddur," sagði Schmeichel.

„Ortega hefur spilað vel, hann hefur ekki fengið á sig mark fram að úrslitaleiknum, Pep getur sagt að hann vilji að varamarkmaðurinn spili leiki. Ef ég væri stjórinn myndi ég stilla upp því liði sem ég teldi vera mitt besta lið."


Athugasemdir
banner