De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   lau 03. júní 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði og varð síðan fyrir árás af hendi stuðningsmanns - Fluttur með hraði á spítala
Mynd: Getty Images
Furðulegt atvik átti sér stað í leik Bordeaux og Rodez í frönsku B-deildinni í gær en leikurinn var stöðvaður eftir að leikmaður Rodez varð fyrir árás af hendi stuðningsmanns Bordeaux.

Lucas Buades, leikmaður Rodez, skoraði mark fyrir liðið á 22. mínútu og labbaði upp að myndavélinni til að fagna.

Þá mætti stuðningsmaður Bordeaux og stjakaði aðeins við honum sem varð til þess að Buades féll til jarðar.

Fréttir frá Frakklandi segja að hann hafi verið fluttur með hraði á spítala vegna heilahristings og að leikurinn hafi verið stöðvaður í kjölfarið.

Bordeaux á möguleika á að komast upp í efstu deild en til þess þarf liðið að vinna þennan leik með fimm mörkum. Þetta mark Rodez fór því illa í stuðningsmanninn en hægt er að sjá þegar hann ýtir við Buades.

Við fyrstu sýn virðist þetta ekkert rosalega alvarlegt en hvort hann hafi lent illa er erfitt að segja til um.


Athugasemdir
banner