Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 03. júní 2025 18:58
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Jói Berg og Bruno ræddu um Sádi-Arabíu - „Ekki bara að hugsa um peningana“
Jóhann Berg á landsliðsæfingu.
Jóhann Berg á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruno Fernandes og fjölskylda.
Bruno Fernandes og fjölskylda.
Mynd: EPA
Í dag tilkynnti Bruno Fernandes að hann hefði ákveðið að hafna risatilboði frá Sádi-Arabíu og vera áfram hjá Manchester United.

Eins og hefur verið fjallað um eru Bruno og Jóhann Berg Guðmundsson góðir vinir og fjölskyldur þeirra ná vel saman. Jóhann Berg var að klára tímabil með Al-Orobah í Sádi-Arabíu og þeir félagarnir hafa rætt málin.

„Við höfum auðvitað talað mikið um þetta. Hann átti frábært tímabil og við ræddum mikið um þetta. Það er erfitt þegar það eru svona peningar í spilinu en hann hefur enn hungur í að vera áfram í United og vill koma liðinu á þann stall sem liðið á að vera. Bara gríðarlega vel gert hjá honum að neita þessu og vera ekki bara að hugsa um peningana," segir Jóhann í samtali við Fótbolta.net.

Líklegt að maður verði áfram á þessum slóðum
Það gekk ýmislegt á hjá Al-Orobah á tímabilinu innan sem utan vallar, stig voru dregin af liðinu og það féll á endanum niður um deild. Samningur Jóhanns er að renna út og óvíst hvað tekur við.

„Það er verið að skoða þau mál. Ég átti ágætis tímabil persónulega, spilaði marga leiki og margt mínútur. Það er líklegt að maður verður á þessum slóðum áfram. En hlutirnir gerast hægt í þessum löndum, nú eru menn í fríi og að hafa það gott," segir Jóhann Berg.

Í viðtalinu útskýrir hann af hverju stig voru dregin af Al-Orobah og ræðir svo auðvitað um vináttulandsleikina framundan en Ísland mætir Skotlandi á föstudag og svo Norður-Írlandi næsta þriðjudag.
Athugasemdir