Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   þri 03. júní 2025 18:58
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Jói Berg og Bruno ræddu um Sádi-Arabíu - „Ekki bara að hugsa um peningana“
Jóhann Berg á landsliðsæfingu.
Jóhann Berg á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruno Fernandes og fjölskylda.
Bruno Fernandes og fjölskylda.
Mynd: EPA
Í dag tilkynnti Bruno Fernandes að hann hefði ákveðið að hafna risatilboði frá Sádi-Arabíu og vera áfram hjá Manchester United.

Eins og hefur verið fjallað um eru Bruno og Jóhann Berg Guðmundsson góðir vinir og fjölskyldur þeirra ná vel saman. Jóhann Berg var að klára tímabil með Al-Orobah í Sádi-Arabíu og þeir félagarnir hafa rætt málin.

„Við höfum auðvitað talað mikið um þetta. Hann átti frábært tímabil og við ræddum mikið um þetta. Það er erfitt þegar það eru svona peningar í spilinu en hann hefur enn hungur í að vera áfram í United og vill koma liðinu á þann stall sem liðið á að vera. Bara gríðarlega vel gert hjá honum að neita þessu og vera ekki bara að hugsa um peningana," segir Jóhann í samtali við Fótbolta.net.

Líklegt að maður verði áfram á þessum slóðum
Það gekk ýmislegt á hjá Al-Orobah á tímabilinu innan sem utan vallar, stig voru dregin af liðinu og það féll á endanum niður um deild. Samningur Jóhanns er að renna út og óvíst hvað tekur við.

„Það er verið að skoða þau mál. Ég átti ágætis tímabil persónulega, spilaði marga leiki og margt mínútur. Það er líklegt að maður verður á þessum slóðum áfram. En hlutirnir gerast hægt í þessum löndum, nú eru menn í fríi og að hafa það gott," segir Jóhann Berg.

Í viðtalinu útskýrir hann af hverju stig voru dregin af Al-Orobah og ræðir svo auðvitað um vináttulandsleikina framundan en Ísland mætir Skotlandi á föstudag og svo Norður-Írlandi næsta þriðjudag.
Athugasemdir
banner