Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. júlí 2021 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeild kvenna: Sigrún setti tvö í stórsigri FH - Eydís með tvö fyrir Gróttu
Sigrún Ella (í hvítu) skoraði tvö í gærkvöldi.
Sigrún Ella (í hvítu) skoraði tvö í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eydís Lilja skoraði tvö
Eydís Lilja skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í gær. Grótta og FH unnu sigra en jafnt var í Kórnum þegar HK og Grindavík mættust.

Augnablik komst yfir með marki Margrétar Leu en Guðfinna Kristín jafnaði leikinn fyrir Gróttu. Eydís Lilja skoraði svo tvö mörk á upphafsmínútum seinni hálfleiks áður en Írena Héðinsdóttir minnkaði muninn. Þriðji sigur Gróttu í sumar staðreynd.

FH vann öruggan 0-4 sigur í Víkinni og er liðið komið upp að hlið Aftureldingar í 2. sæti deildarinnar. Þetta var fjórði sigur FH í röð og skilur liðið Víking eftir sjö stigum á eftir í 4. sætinu.

Botnlið Grindavíkur komst yfir gegn HK en heimakonur náðu að jafna þegar tæpar tuttugu mínútur liðu leiks og þar við sat. Grindavík er stigi fyrir neðan Augnablik og fjórum stigum frá HK sem situr í öruggu sæti.

Grótta 3 - 2 Augnablik
0-1 Margrét Lea Gísladóttir ('17)
1-1 Guðfinna Kristín Björnsdóttir ('37)
2-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('46)
3-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('54)
3-2 Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('76)

Víkingur R. 0 - 4 FH
Mörk FH: Rannveig Bjarnadóttir
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
Sigrún Ella Einarsdóttir x2

HK 1 - 1 Grindavík
0-1 Christabel Oduro ('49)
1-1 Isabella Eva Aradóttir ('73)
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner